Byrjað að draga úr inflúensunni

Bólusett við flensu.
Bólusett við flensu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sóttvarnalæknir telur að byrjað sé að draga úr inflúensunni, sem byrjaði í haust, en hún er þó enn útbreidd í samfélaginu. Gera má ráð fyrir að tilfellum fækki á næstu vikum.

Inflúensa A(H3N2) er sá stofn sem hefur verið í dreifingu, en ekki er útilokað að inflúensa A(H1N1) eða inflúensa B eigi eftir að koma í kjölfarið á næstu vikum.

Frá því í lok nóvember 2016 hefur inflúensa A(H3) verið staðfest hjá 280 einstaklingum. Í síðustu viku greindust álíka margir með staðfesta inflúensu samanborið við vikurnar á undan. Inflúensan hefur nú verið staðfest í öllum landshlutum. Veikin er hlutfallslega algengari meðal 60 ára og eldri, meðalaldurinn er 63 ár hjá þeim sem greinst hafa frá því í nóvember. Enginn hefur greinst með inflúensu A(H1) en tveir einstaklingar hafa greinst með inflúensu B, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert