Eignir nema 602 milljörðum

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðs verslunarmanna er áfram sterk,
Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðs verslunarmanna er áfram sterk, mbl.is/Ómar

„Þrátt fyrir þetta fjandsamlega umhverfi sem var þá stendur sjóðurinn eftir mjög sterkur,“ segir Þórhallur Jósepsson, almannatengill hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, um ársuppgjör sjóðsins fyrir árið 2016.

„Það sem er athyglisverðast er að það tekst að halda sjó í rauninni og það tekst að halda ávöxtun yfir núlli og það tekst að halda tryggingafræðilegri stöðu sterkri,“ útskýrir Þórhallur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Eignir sjóðsins nema um 602 milljörðum og nam ávöxtun sjóðsins í heild 0,9% sem jafngildir neikvæðri raunávöxtun um 1,2%. Ávöxtun hvað varðar eignaflokka var þó með nokkuð ólíku móti og jókst skuldabréfaeign sjóðsins. Skilaði hún 6,6% ávöxtun eða sem nemur 4,4% raunávöxtun en skuldabréfaeign sjóðsins samsvarar helmingi allra eigna sjóðsins. Þá skilaði erlend verðbréfaeign ágætri ávöxtun í dollar eða um 5,5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert