Hálka á fjallvegum

Greiðfært er á Suður- og Vesturlandi, en hálka getur leynst …
Greiðfært er á Suður- og Vesturlandi, en hálka getur leynst á fjallvegum. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eða hálka er á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum en á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum er snjóþekja. 

Á Norður- og Austurlandi er víðast autt á láglendi en hálkublettir á nokkrum fjallvegum og snjóþekja á Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum. Greiðfært er á Suðausturlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viða þurft að takmarka ásþunga bifreiða við 10 tonn. Biður Vegagerðin flutningsaðila að kynna sér ástandið vel á sinni leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert