Japan í brennidepli

Ragnhildur Leifsdóttir að kenna origami á heimsdegi barna í Sólheimasafni.
Ragnhildur Leifsdóttir að kenna origami á heimsdegi barna í Sólheimasafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Japanskur andi sveif yfir vötnum í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í dag þar sem Heimsdagur barna var haldinn hátíðlegur í 13. sinn.

Í ár var dagurinn með japönsku ívafi og var meðal annars hægt að kynna sér heim japanskra myndasagna, búa til japönsk óskabönd, máta japanskan þjóðbúning, fá japanska andlitsmálningu, gera noh-grímu, búa til flugdreka, skrifa nafnið sitt með japönsku letri, smakka grænt japanskt te, leita að pókemonum, læra undirstöðuatriði í jiu-jitsu og margt fleira.

Dagskráin fór fram í fjórum af sex menningarhúsum Borgarbókasafnsins; í Gerðubergi, Spönginni, Kringlunni og Sólheimum og kíkti Eggert Jóhannesson ljósmyndari á tvö söfn af þessu tilefni í dag, Kringlunni og Sólheimum.

Heimsdagur barna með japönsku ívafi í Kringlusafni.
Heimsdagur barna með japönsku ívafi í Kringlusafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Heimsdagur barna með japönsku ívafi.
Heimsdagur barna með japönsku ívafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Heimsdagur barna með japönsku ívafi í Sólheimasafni.
Heimsdagur barna með japönsku ívafi í Sólheimasafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert