Kýldi í gegnum rúðu á veitingastað

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum í nótt um aðila sem hafði kýlt í gegnum rúðu á veitingastað í miðbænum. Var sjúkrabíll sendur á staðinn og var viðkomandi skorinn á hendi eftir verknaðinn. Þá veittist ölvaður einstaklingur að lögreglu við störf sín á þriðja tímanum í nótt og var hann færður í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögregla hafði einnig afskipti af manni með leiðindi og yfirgang á slysadeild Landspítalans og aðstoðaði lögregla við að vísa manninum út.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af þremur ökumönnum sem reyndust aka undir áhrifum fíkniefna og öðrum sem ók undir áhrifum áfengis. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut þar sem ökumaður hafði fengið aðsvif og ekið út fyrir veg. Var hann færður á sjúkrahús til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert