Sætta sig aldrei við mismunun

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Háskólar mynda í eðli sínu alþjóðlegt samfélag fræði- og vísindafólks sem helgar sig leitinni að hinu sanna og rétta, hefur mannhelgi að leiðarljósi og mun aldrei sætta sig við falsrök eða mismunun á grundvelli kyns, trúar, þjóðernis eða uppruna. Þetta sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, m.a. í ræðu sem hann flutti við brautskráningu 455 kandídata frá öllum 25 deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói í dag.

455 kandídatar frá öllum 25 deildum Háskóla Íslands voru brautskráðir …
455 kandídatar frá öllum 25 deildum Háskóla Íslands voru brautskráðir í Háskólabíói í dag. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Jón Atli minntist Birnu Brjánsdóttur og Birgis Péturssonar í ræðu sinni í dag en Birgir átti að vera í hópi útskriftarnema frá HÍ í dag.

„Þegar upp er staðið er einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar.

Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag.

Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína,“ sagði Jón Atli en ræðu hans er hægt að lesa í heild hér að neðan.

455 kandídatar frá öllum 25 deildum Háskóla Íslands voru brautskráðir …
455 kandídatar frá öllum 25 deildum Háskóla Íslands voru brautskráðir í dag. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert