Skíðasvæði opin á Norðurlandi

Snjólítið hefur verið í Hlíðarfjalli við Akureyri í vetur, sem …
Snjólítið hefur verið í Hlíðarfjalli við Akureyri í vetur, sem víða annars staðar. Þar er þó nægur snjór á öllum hefðbundnum skíðaleiðum. mbl.is/Skapti

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið í dag frá klukkan 10 til 16. Um klukkan níu í morgun var hitastig þar við frostmark og logn. Samkvæmt tilkynningu frá skíðasvæðinu snjóaði í nótt og má því þar finna troðinn þurran snjó.

Allar helstu lyftur verða þá opnar, Töfrateppi, Auður, Hólabraut, Fjarkinn og Strompur sem og helstu skíðaleiðir ásamt Brettagarði og göngubraut 1,2 og 3,5 km.

Skíða- og snjóbrettaskólinn verður þá á sínum stað kl. 10–12 eða 10–14.

Klukkan 13 mun Slysavarnafélagið Landsbjörg vera með sérstaka snjóflóðaýlustöð þar sem fjallaskíðafólk getur kannað hvort snjófljóðaýlirinn sé í lagi eður ei.

„Við stefnum á að hafa opið á morgun, sunnudag, kl. 10 – 16 og enn er hægt að skrá sig í skíða- og snjóbrettaskólann á morgun,“ segir í tilkynningunni.

Opið í Skagafirði

Skíðasvæði Tindastóls í Skagafirði verður opið í dag frá klukkan 11 til 16. Veður þar klukkan 8.40 var norðan 2 metrar á sekúndu, hitastig við frostmark og smá þoka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert