„Þetta er ógeðslega gaman“

Gunnar Nelson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á opnunina …
Gunnar Nelson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á opnunina og ungur aðdáandi fékk mynd af sér með kappanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að ganga vonum framar. Húsið er búið að vera stappað og það hefur verið mikið fjör,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, bardagakappi og formaður Mjölnis, í samtali við mbl.is. Mjölnir flutti starfsemi sína í dag formlega úr Vesturbænum í nýtt hús­næði í Öskju­hlíðinni þar sem Keilu­höll­in var áður til húsa.

Nýja húsnæðið ku vera stærsta æf­inga­hús­næði í Evr­ópu sem hýs­ir MMA-bar­dag­aíþrótt­ina. Flutningurinn hefur legið fyrir í langan tíma enda húsnæði félagsins í Vesturbænum orðið of lítið fyrir allt það starf sem fer fram hjá félaginu.

John Kavanagh þjálfari Conor McGregor var kátur.
John Kavanagh þjálfari Conor McGregor var kátur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vissi að fólk væri spennt en ekki svona spennt. Þetta er ógeðslega gaman,“ segir hæstánægður Jón Viðar.

Hann segir að aðstaðan sé mun betri og nýja æfingahúsnæðið er mun stærra. Æfingaaðstan á Seljavegi var 1.500 fermetrar en er 3.000 fermetrar í Öskjuhlíð. „Það er gott að hafa Öskjuhlíðina hérna og hún verður mikið notuð við útiæfingar,“ bendir Jón Viðar á og segir að það sé líka mikill kostur að vera meira miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Gunnar Nelson.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Gunnar Nelson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurður hver ástæðan fyrir því sé að iðkendur í Mjölni virðast flestir ánægðir segir Jón Viðar að stemningin sé gríðarlega góð. „Það er svo góð stemning og um leið og þú ert kominn í Mjölni ertu kominn í fjölskyldu. Það er tekið vel á móti þér og þú ert knúsaður og laminn til skiptis og allir eru góðir vinir,“ segir Jón Viðar en Mjölnisfólk ætlar að enda opnunardaginn á stóru teiti í kvöld.

Fólk á öllum aldri kíkti í Öskjuhlíðina.
Fólk á öllum aldri kíkti í Öskjuhlíðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Að sjálfsögðu var tekið á því.
Að sjálfsögðu var tekið á því. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikill fjöldi mætti í dag.
Mikill fjöldi mætti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Glíma eða loftfimleikar?
Glíma eða loftfimleikar? mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert