Ósáttir vilja til Íslands

Fólk horfir til Íslands.
Fólk horfir til Íslands. mbl.is/Golli

Ísland er vinsælasti áfangastaður þeirra sem vilja flytja vegna samfélagsviðhorfs eða stjórnmálaskoðana. Eftir kosningaúrslit síðustu missera, sér í lagi í Bretlandi og Bandaríkjunum, íhuga fleiri að flytja sig um set.

Kemur þetta fram í frétt á vef Rúv. Þar segir enn fremur að kjör Donald Trump til forseta Bandaríkjanna og Brexit-kosningarnar í Bretlandi hafi ýtt við mörgum ósáttum.

Vefurinn Movehub aðstoðar fólk við að flytja á milli landa og hefur orðið vart við aukningu þar, sérstaklega frá fólki frá Bretlandi og Bandaríkjunum, sem vantar aðstoð við flutninga.

Norðurlöndin þykja ákjósanlegustu áfangastaðirnir fyrir fólk sem leitast eftir auknu frelsi. Ísland er þar efst á lista en Finnland, Svíþjóð og Noregur koma í næstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert