Rætt um vegtolla

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, fjallaði um mögulega skattlagningu á umferð inn á höfuðborgarsvæðið í þættinum Sprengisandi við litla hrifningu Loga Einarssonar og Katrínar Jakobsdóttur, formanna Samfylkingar og VG.

Fjármögnun velferðarkerfisins er meðal þess sem rætt var um í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að ýmsar leiðir séu í boði til að auka tekjur ríkissjóðs. 

Jón segir að skoða megi gjaldtöku víðar á landinu, meðal annars í jarðgöngum. Hann segir að þetta sé ekkert nýtt af nálinni  – að ræða skatt á umferð. Katrín segist ekki kannast við að nokkur flokkur hafi rætt það fyrir kosningarnar og virtust þátttakendur í þættinum vera sammála þar um. 

Að sögn Jóns er þetta aðeins á umræðustigi og ein af fjölmörgum aðgerðum sem skoðaðar eru af ríkisstjórninni varðandi tekjuöflun. Ekki sé víst að af þessu verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert