Bændur virði samningana

Afmörkuð ólaunuð störf ættingja í skamman tíma eru leyfileg.
Afmörkuð ólaunuð störf ættingja í skamman tíma eru leyfileg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasambandið sendu nýverið frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna fréttaflutnings um að bændur spöruðu sér yfir hundrað milljónir króna á ári með því að ráða fólk í sjálfboðaliðastörf.

Formaður Bændasamtakanna segir mikilvægt að bændur virði kjarasamning bænda við Starfsgreinasambandið, en hvor tveggja samtökin árétta að virða verði þær meginreglur á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi ekki í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja og lögbýla.

 „Við viljum að menn fari eftir samningnum og að þeir hafi það í huga að ef þeir ráða fólk í efnahags lega starfsemi, þá eigi þeir að fara eftir kjarasamningum,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert