Dæmdur fyrir fjárdrátt

mbl.is

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og til greiðslu rúmlega 105 þúsund króna í málsvarnarlaun fyrir fjárdrátt sem átti sér stað á tímabilinu 26. október 2015 til 30. maí 2016 þegar hann sem sjálfboðaliði starfaði sem gjaldkeri Landssambands æskulýðsfélaga.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi í 17 skipti millifært samtals rúmar 412 þúsund krónur af reikningum landssambandsins og yfir á eigin bankareikning. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt en hann hafði ekki áður hlotið dóm.

„Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærði skilaði öllu því fé er hann dró sér áður en rannsókn málsins hófst en jafnframt til þess að um mörg tilvik var að ræða á nokkurra mánaða tímabili,“ segir enn fremur í dómsorði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert