Eddan smíðuð hjá FNV

Kennararnir Geir Eyjólfsson og Björn Sighvatz og Ingileif Oddsdóttir skólameistari …
Kennararnir Geir Eyjólfsson og Björn Sighvatz og Ingileif Oddsdóttir skólameistari við stytturnar. Ljósmynd/FNV

Eddan, íslenska kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðin, fer fram í beinni útsendingu á Hilton Nordica hótelinu sunnudagskvöldið 26. febrúar næstkomandi.

Undirbúningur er í fullum gangi og m.a. hefur verið nóg að gera í smíði verðlaunagripanna hjá nemendum og kennurum í málmiðna- og vélstjórnardeild Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki, FNV.

Að þessu sinni verður nýr verðlaunagripur afhentur í fyrsta sinn, hannaður af Árna Páli Jóhannssyni, en sá fyrri hafði verið veittur frá upphafi verðlaunanna árið 1999.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert