Guðni fékk dúkkur frá Færeyjum

Forsetahjónin ásamt Sámal Bláhamar, forseta Kiwanishreyfingarinnar í Færeyjum, og Tórhardu …
Forsetahjónin ásamt Sámal Bláhamar, forseta Kiwanishreyfingarinnar í Færeyjum, og Tórhardu Bláhamar Ljósmynd/Sámal Bláhamar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans Eliza Reid fengu tvær dúkkur að gjöf frá Kiwanishreyfingunni í Færeyjum í gær. Dúkkurnar hannaði færeyska listakonan Astrid Andreasen og fengu þau einnig að gjöf bók um listakonuna. Færeyski vefurinn in.fo greinir frá þessu. 

Sámal Bláhamar, forseti Kiwanishreyfingarinnar í Færeyjum, og Astrid Andreasen afhentu forsetahjónunum dúkkurnar.  

Guðni er fyrsti forsetinn sem fær slíkar dúkkur að gjöf. 

Dúkkan sem er úr tauefni er oftast einungis hvít og ekki í neinum fötum. Börnin fá hana að gjöf þegar þau koma á spítalann og geta sjálf teiknað á hana andlit og föt. Markmiðið er að dúkkan veiti börnunum öryggi og eiga þau einnig að geta bent á þann stað á dúkkunni þar sem þau finna til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert