Meiðsli mjög tíð hjá ballettdönsurum

Ballet reynir mjög á fæturna.
Ballet reynir mjög á fæturna. mbl.is/Árni Sæberg

Um 60% íslenskra ballettdansara hafa orðið fyrir meiðslum vegna slysa og 63% orðið fyrir álagsmeiðslum.

Þetta kemur fram í lokaritgerð Söru Katrínar Kristjánsdóttur sem lauk námi í íþróttafræði við HR.

Tíðnin á Íslandi er þó lægri en víða erlendis. Þá sögðust 58% þátttakenda hafa dansað meiddir á danssýningum og eru meiðslin tíðust í nára, mjóbaki, ökkla og hné, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert