Síðasta systkinið á Kvískerjum kvatt

Útför. Líkmenn, þau Björn Arnarson, Gunnar Sigurjónsson, Laufey Helgadóttir, Gunnlaug …
Útför. Líkmenn, þau Björn Arnarson, Gunnar Sigurjónsson, Laufey Helgadóttir, Gunnlaug Fía Aradóttir, Erling Ólafsson og Gísli S. Jónsson, bera kistu Hálfdánar Björnssonar við útför hans í Hofskirkju í Öræfasveit á laugardag. mbl.is/RAX

Hálfdán Björnsson á Kvískerjum var borinn til grafar frá Hofskirkju í Öræfum á laugardag. Prestur var sr. Gunnar Stígur Reynisson en fjölmenni var við útförina, sem fór fram í blíðskaparveðri.

Hálfdán kvaddi síðastur níu Kvískerjasystkina sem komust á legg. Varð engu þeirra barna auðið og með andláti Hálfdánar lýkur því sögu Kvískerja, eins og sr. Gunnar orðaði það í líkræðu sinni.

Hálfdán var mörgum kunnur fyrir framlag sitt til vísinda á Íslandi og átti m.a. stærsta skordýrasafn í eigu einkaaðila á landinu. Þá átti hann stórt safn uppstoppaðra fugla og eggja. Hálfdán bjó á Kvískerjum alla sína tíð ef undan eru skilin allra síðustu árin, þegar hann dvaldi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert