Stefnir á heimsmet í þríþraut

Jón Eggert er eini Íslendingurinn sem hefur gengið strandveginn í …
Jón Eggert er eini Íslendingurinn sem hefur gengið strandveginn í kringum Ísland. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þegar ég var búinn að hjóla fór ég að velta þessu fyrir mér af því að þeir eru með skráð met í lengstu þríþraut í heimi,“ segir Jón Eggert Guðmundsson sem stefnir á að slá núverandi Guinness-heimsmet í þríþraut í maí.

Jón Eggert hefur bæði gengið og hjólað strandveginn í kringum Ísland, samtals um 6.800 kílómetra, en núgildandi Guinness-heimsmet fyrir lengstu þríþraut í heimi á Norma Bastidas sem hljóp, hjólaði og synti samtals 4.983 kílómetra árið 2014.

Jón Eggert sendi heimsmetanefnd Guinness bréf um göngu- og hjólaferðirnar og gögn sem staðfestu þær og lengd þeirra. Í síðustu viku barst honum svo svar þar sem fram kom að hann uppfyllti skilyrði nefndarinnar og gæti því reynt við heimsmet fyrir lengstu þríþraut í heimi.

Jón Eggert Guðmundsson hefur bæði gengið og hjólað strandveginn umhverfis …
Jón Eggert Guðmundsson hefur bæði gengið og hjólað strandveginn umhverfis Ísland til styrktar Krabbameinsfélaginu. Hann stefnir nú á heimsmet fyrir lengstu þríþraut í heimi. mbl.is/Brynjar Gauti

„Þá er það þannig að það eina sem er eftir er sundið. Ég þarf að láta staðfesta að ég hafi synt en ég er nú þegar kominn yfir núgildandi heimsmet í þríþraut,“ segir Jón Eggert en hann stefnir á að slá heimsmetið með um þriggja kílómetra sundi í sundlaug á Íslandi í maí.

„Þegar það er komið sendi ég aftur gögn til þeirra og þá fara þeir mjög vel yfir allt. Þá hefst yfirferð númer tvö og ef þeir staðfesta gögnin fæ ég metið.“

Jón Eggert ætlar einnig að synda hringinn í kringum Ísland á næstu árum en fyrsta sundið í hringferðinni hefst á Vestfjörðum í júlí. Hann segir þó að það sund verði alveg aðskilið heimsmetinu.

„Sundið í sumar er alveg sér, það mun ekki fullnægja reglum um heimsmetið af því að ég mun nota sundfit og vera í blautgalla. Samkvæmt reglum Alþjóðaþríþrautarsambandsins flokkast það sem aukabúnaður og þá er það ekki inni í metum, nema það sé þá alveg sér met.“

Bæði göngu- og hjóla­ferðir Jóns Eggerts voru söfnunarferðir fyr­ir Krabba­meins­fé­lagið og svo verður einnig með sund­ferðinar tvær. Nú þegar er hægt að styrkja félagið um 1.900 krónur með því að senda SMS-ið KRABB í númerið 1900.

Jón Eggert hjólaði strandveginn í kringum landið sumarið 2016.
Jón Eggert hjólaði strandveginn í kringum landið sumarið 2016. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert