Ekki á könnu íslenskra stjórnvalda

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Íslensk stjórnvöld hafa enga aðkomu að máli breska ríkisborgarans sem var meinað  um inngöngu í Bandaríkin af bandarískum yfirvöldum fyrir helgi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Tilefni færslunnar er umræða um málið á Alþingi fyrr í dag.

Mohammed Juhel Miah er velskur kennari sem var leiddur út úr farþegaflugvél Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli í síðustu viku. Hann leitaði ekki til íslenskra stjórnvalda með málið enda heyrir það ekki undir íslensk stjórnvöld, segir jafnframt í færslu Sigríðar. 

Hér er færsla Sigríðar í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert