Kom ekki úr sjókvínni í Dýrafirði

Artic Sea Farm er með umfangsmikið sjókvíaeldi í Dýrafirði. Auk …
Artic Sea Farm er með umfangsmikið sjókvíaeldi í Dýrafirði. Auk regnbogasilungs eru þar framleidd um 4 þúsund tonn af laxi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Regnbogasilungur sem slapp í umhverfið síðastliðið sumar kom ekki úr sjókví Arctic Sea Farm við Haukadalsbót í Dýrafirði eins og fyrirtækið sjálft taldi hugsanlegt.

Þetta er niðurstaða Matvælastofnunar eftir eftirlitsferð þangað á laugardaginn að því er Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri stofnunarinnar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Slysaleppingar regnbogasilungs eru því áfram til rannsóknar hjá stofnuninni.

Fyrirtækið Arctic Sea Farm tilkynnti Matvælastofnun og Fiskistofu fyrir nokkrum dögum að gat hefði fundist á einni eldiskvínni á staðnum. Óljóst er hvenær og hvernig gatið myndaðist, en fulltrúi Matvælastofnunar telur að líklegasta skýringin sé sú að botnhringur og net hafi nuddast saman með þeim afleiðingum að núningsgat myndaðist á efri hluta þrengingar við botn kvíarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert