Könnuð verði gæði skólamáltíða

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um könnun á gæðum skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Heilbrigðisráðherra verði falið að óska eftir því að embætti landlæknis kanni næringarinnihald og heilnæmi skólamáltíða í leikskólum og grunnskólum. Embættið skili niðurstöðum í skýrsluformi fyrir lok ársins 2017.

„Verði niðurstaða rannsóknarinnar að skólamáltíðum sé ábótavant með tilliti til framboðs, gæða og næringarinnihalds geri embætti landlæknis tillögur til úrbóta. Þá leggi embættið mat á það hvort ástæða sé til að koma á reglulegu eftirliti með framboði og gæðum skólamáltíða. Alþingi ályktar jafnframt að fela heilbrigðisráðherra að sjá til þess að embætti landlæknis fái fé til verkefnisins,“ segir enn fremur í frumvarpinu.

Fyrsti flutningsmaður er Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, en meðflutningsmenn koma úr röðum Pírata og framsóknarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert