Mótmæla skerðingu á þjónustu

Farþegum um flugvöllinn í Vestmannaeyjum hefur stórfækkað.
Farþegum um flugvöllinn í Vestmannaeyjum hefur stórfækkað. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir ákvörðun Isavia um að fækka um tvö stöðugildi á flugvellinum í Eyjum. Telur ráðið að með því sé verið að skerða þjónustu og draga úr getu flugvallarins til að sinna hlutverki sínu í neyðarviðbragði.

Isavia segir að verið sé að laga mönnun flugvallarins að fækkun flugfarþega en ekki minnka þjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fimm starfsmenn eru á Vestmannaeyjaflugvelli. Einn þeirra sagði upp og Isavia sagði öðrum upp störfum um síðustu mánaðamót. Mun stöðugildum því fækka úr fimm í þrjú þegar þeir láta af störfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert