Strætó lenti utan vegar

Strætó lenti utan vegar.
Strætó lenti utan vegar. Ljósmynd/Aðsend

Strætisvagn fór út af veginum á þjóðvegi eitt rétt við Lyngholt, rétt sunnan við Hafnarfjall í morgun.

Strætóinn var á leið frá Borgarnesi áleiðis til Reykjavíkur þegar hann fór út af þjóðveginum um klukkan 9.50 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi R. Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, urðu engin slys á fólki. Annar vagn var sendur frá Reykjavík, sem sækir farþegana og heldur för þeirra áfram.

Uppfært klukkan 12:42:

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi fór vagninn út af veginum þegar hann lenti í vindhviðu í hálku. Sjö voru í vagninum, sex farþegar auk bílstjóra, og voru meiðsli farþegar minnihátar en nokkrir þurftu að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. 

Talsverðar skemmdir urðu á vagninum þegar hann lenti ofan í skurði.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert