Vilja leysa húsnæðisvanda Listaháskólans

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata. Ljósmynd/Úr einkasafni

Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi af átta þingmönnum stjórnarandstöðuflokka þess efnis að Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra mennta- og menningarmála, verði falið að finna framtíðarhúsnæði fyrir Listaháskóla Íslands og leysa þannig til frambúðar þann húsnæðisvanda sem skólinn hafi þurft að búa við um langa hríð.

Meðal annars segir í greinargerð að mikill kostnaður fylgi því að deildir skólans séu dreifðar og algjör óvissa ríki um framtíð skólans miðað við óbreytt ástand í húsnæðismálum hans. „Miklar áhyggjur eru af myglusvepp í húsakynnum hans, en skólinn leigir bæði frá ríkinu og einkaaðilum og ver miklu fjármagni í aðstöðu sem hentar stofnuninni ekki. Tónlist er til dæmis kennd í húsi með lélegri kyndingu sem skortir hljóðeinangrun, leiklist er kennd án viðunandi leikrýmis, myndlistarkennslan er í gömlu sláturhúsi og svo mætti lengi telja.“

Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Einar brynjólfsson, þingmaður Pírata, en aðrir flutningsmenn koma frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert