Yfir 100 hælisumsóknir á sex vikum

Meira mæðir á útlendingastofnun en á sama tíma í fyrra.
Meira mæðir á útlendingastofnun en á sama tíma í fyrra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Yfir 100 einstaklingar sóttu um hæli hér á landi fyrstu sex vikur ársins, en í janúar síðastliðnum voru hælisleitendur 67 af 19 þjóðernum.

Á sama tíma í fyrra voru hælisleitendur 51 talsins, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni hælisleitenda í Morgunblaðinu í dag.

Af þeim 1.132 manns sem sóttu um hæli hér á landi í fyrra voru langflestir þeirra, eða rúmlega 60%, sem komu frá Albaníu og Makedóníu, sem skilgreind eru sem örugg ríki. Í janúar sl. komu hins vegar flestir frá Írak, 12 talsins, og Albaníu, alls 10 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert