Farið yfir framtíð Breiðholtsins

Farið verður yfir áherslur aðalskipulagsins í Breiðholtinu á íbúafundi annað …
Farið verður yfir áherslur aðalskipulagsins í Breiðholtinu á íbúafundi annað kvöld. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Greint verður frá uppbyggingu í Breiðholtinu, einkum á svæðinu við Mjódd, á íbúafundi annað kvöld. Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á svæðinu og meðal annars hyggst fyrirtækið Hekla flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði í Suður-Mjódd.

Rætt verður um aðalskipulag Breiðholtsins á íbúafundi í Gerðubergi annað kvöld kl. 20. 

Á fundinum verður jafnframt gefin heildarmynd af hverfinu og áherslur í aðalskipulagi en sjónum verður sérstaklega beint að uppbyggingu í Suður-Mjódd og deiliskipulagsvinnu sem þar er í gangi, hugmyndum um uppbyggingu í Norður-Mjódd og við Stekkjarbakka. 

ÍR-heimilið í Breiðholti.
ÍR-heimilið í Breiðholti. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúðir í vestri og atvinna í austri

„Við kynnum stóru myndina sem er aðalskipulagið. Í því er gert ráð fyrir að íbúðir framtíðarinnar verði í vestri og atvinnuuppbygging verði í austri. Við erum einnig að skoða hvort það eigi að færa Garðheima og skoðum uppbyggingu sem á að verða í Norður-Mjódd,“ segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg. 

Í tengslum við uppbyggingu í Suður-Mjódd mun borgarstjóri fara yfir samning við ÍR og kynna samráðshópa sem borgarráð hefur samþykkt að stofna um eflingu íþróttastarfs í Breiðholti.

Garðheimar í Mjódd.
Garðheimar í Mjódd. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gagnrýndu lóðavilyrði til Heklu 

Borg­ar­ráð samþykkti 26. janúar síðastliðinn vilja­yf­ir­lýs­ingu á milli Reykja­vík­ur­borg­ar og Heklu um lóðar­vil­yrði til fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir bygg­ingu nýrra höfuðstöðva bílaum­boðsins í Syðri-Mjódd sem yrði um 24 þúsund fer­metr­ar að stærð. Yf­ir­lýs­ing­in var samþykkt með fjór­um at­kvæðum gegn tveim­ur at­kvæðum full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Minnihlutinn í borgarstjórn gagnrýndi að lóðarvilyrði hefði verið samþykkt áður en íbú­um og hags­munaaðilum á svæðinu, Íbúa­sam­tök­un­um Betra Breiðholt og hverf­is­ráði Breiðholts, yrði gef­inn kost­ur á að skila um­sögn um málið. 

Eftir kynningu gefst fundargestum kostur á að bera upp fyrirspurnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert