Forsetafrú sögð kynna nýjan bjór

Frá bjórhátíð á Kex Hostel.
Frá bjórhátíð á Kex Hostel. mbl.is/Styrmir Kári

„Eliza Reid, forsetafrú Íslands, og Anne-Tamare Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi, munu opna fyrsta bjórinn,“ segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst vegna setningar bjórhátíðar sem haldin verður á Kex Hosteli í miðbæ Reykjavíkur á morgun.

Er á hátíðinni meðal annars verið að kynna nýjan bjór, svonefndan Nordic Söl Gose, sem framleiddur er af bruggurum KEX Brewing og Collective Arts Brewing í brugghúsi þeirra í Toronto í Kanada.

„Þetta kom henni nú nokkuð á óvart,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari um þetta mál í  Morgunblaðinu í dag. „Hún hafði samþykkt að mæta á þennan viðburð á KEX Hosteli, en hún gerði sér alls ekki grein fyrir því að hennar nafn yrði notað í kynningu á hátíðinni – hvað þá á einstakri bjórtegund.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert