Halda áfram að bæta við íbúðum

Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 eru skilgreindir 60 byggingarreitir þar sem …
Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 eru skilgreindir 60 byggingarreitir þar sem byggðar verða 50 íbúðir eða fleiri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarson

Alls hófst smíði á 922 íbúðum í Reykjavík í fyrra og er það svipaður fjöldi og árið áður.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að frá árinu 1972 hafi að meðaltali verið hafin smíði á 616 íbúðum á ári hverju. Því sé fjöldinn síðustu tvö ár rúmlega 50% yfir því meðaltali. Þá voru fullkláraðar 399 íbúðir árið 2016 og 388 árið 2015.

Til samanburðar var einungis 271 íbúð kláruð 2014 og hófst nýbygging á 597 íbúðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert