Hvessir fyrir norðan

Spáð er suðaustan og austan 8-15 m/s með morgninum, hvassast við norður- og austurströndina. Heldur hvassara norðan- og austanlands á morgun. Víða él, en snjókoma með köflum suðaustanlands. Frost 0 til 6 stig, en hiti um frostmark sunnan til, segir í veðurspá fyrir næsta sólarhringinn á vef Veðurstofu Íslands.

Á fimmtudag:

Austan og suðaustan 8-15 m/s og dálítil él, en snjókoma suðaustan til. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt og él, en þurrt og bjart norðanlands. Hlýnar í veðri. Suðaustanstormur og talsverð rigning eða slydda um kvöldið, en snjókoma til landsins. Hiti um og yfir frostmarki.

Á laugardag:
Snýst í minnkandi suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, 10-15 m/s síðdegis og frost 0 til 6 stig og léttir til norðan- og austanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu. Hiti um frostmark.

Á mánudag:
Norðaustanátt og él, en léttir til SV-lands. Heldur kólnandi veður.

Á þriðjudag:

Líkur á hæglætisveðri, yfirleitt þurrt og fremur svalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert