SOS Barnaþorpin bregðast við neyðinni

Neyðin er mikil í Darfur-héraði í Súdan.
Neyðin er mikil í Darfur-héraði í Súdan. AFP

Um 100.000 manns eiga á hættu að deyja úr hungri í Suður-Súdan og er um milljón manna til viðbótar í bráðri lífshættu, en síðastliðinn mánudag var hungursneyð formlega lýst yfir í ríkinu.

Seinast var lýst yfir slíku neyðarástandi innan landamæra Sómalíu árið 2011, að því er fram kemur í fréttaskýringu um hungursneyðina í Suður-Súdan í Morgunblaðinu í dag.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 35 milljónir króna til neyðarverkefna í sex ríkjum, þau eru Suður-Súdan; Írak; Mið-Afríkulýðveldið; Ekvador; Nígería og Níger. Alls fara fimm milljónir króna til hvers ríkis að Írak undanskildu, en þangað renna tíu milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert