Um 24.300 tonn af loðnu

Vinnsla hófst á ný í gær í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á …
Vinnsla hófst á ný í gær í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær eftir að 2.500 tonnum af loðnu var landað úr Berki NK. Ljósmynd/Ómar Bogason

Íslenski flotinn hafði veitt ríflega 24.000 tonn af loðnu um miðnætti og voru aflabrögð öll hin bestu. Jafngildir veiddur afli um 12% af því magni sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað fyrir um að veiða megi á þessari vertíð eða 196.075 tonn.

Mest hafa skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, Bjarni Ólafsson AK og Börkur NK dregið úr sjó eða um 7.000 tonn. Þá hafa skip Ísfélagsins, Sigurður VE, Heimaey VE og Álsey VE veitt um 5.000 tonn. Skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA og Margrét EA veitt um 3.000 tonn.

Þá höfðu skip HB Granda, Víkingur AK og Venus NS náð um 2.700 tonnum. Skip Skinneyjar-Þinganess, Ásgrímur Halldórsson SF og Jóna Eðvalds SF höfðu dregið 2.300 tonn úr sjó. Aðrar útgerðir höfðu minna veitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert