Alls 27 skattabreytingar um áramót

Fjármálaráðuneytið. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að halda áfram lækkun skatta.
Fjármálaráðuneytið. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að halda áfram lækkun skatta. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Viðskiptaráð Íslands hefur gert úttekt á öllum skattabreytingum sem tóku gildi um nýliðin áramót. Alls tóku í gildi 27 skattabreytingar um áramótin þar af 18 skattahækkanir og 9 skattalækkanir.

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 240 skattabreytingar á Íslandi samkvæmt niðurstöðum úr uppfærðu yfirliti Viðskiptaráðs yfir skattabreytingar á undanförnum árum. Viðskiptaráð telur í heild skattkerfið almennt hafa tekið framförum um nýliðin áramót. Telja þeir afnám tolla í heild sinni, að undanskildum landbúnaðarvörum, vega þar þyngst. Viðskiptaráð tekur einnig fram að samkeppnishæfni alþjóðalegra fyrirtækja hafi verið aukin með hækkun þaks vegna endurgreiðslna rannsóknar- og þróunarkostnaðar (R&Þ) sem og frádráttarheimild vegna launa erlendra sérfræðinga.

Helstu skattalækkanir 2017

Helstu skattalækkanir sem tóku gildi árið 2017 voru afnám tolla, afnám miðþreps og lækkun neðra þreps tekjuskatts einstaklinga. Lækkun tryggingargjalds um hálft prósentustig. Frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga, skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa tengdra nýsköpun og hækkun þaks vegna R&Þ-endurgreiðslna úr 100 milljónum króna í 300 milljónum króna.

Þá hækkuðu ýmis gjöld og skattar um áramótin en helstu hækkanir voru að krónutöluskattar hækkuðu um 2,5% að raunvirði, gistináttagjaldið fór úr 100 krónum í 300 krónur, tóbaksgjald á neftóbak hækkaði um 77% og útvarpsgjaldið hækkaði úr 16.400 krónur í 16.800 krónur.

Á síðustu tíu árum hafa alls verið gerðar 240 skattabreytingar, þ.e. 61 skattalækkun og 179 skattahækkanir. Því má ætla að fyrir hverja skattalækkun hafi skattar hækkað um það bil þrisvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert