Björgunarsveitir á ferðinni

Björgunarsveitir Landsbjargar eru á ferðinni til að aðstoða ferðamenn.
Björgunarsveitir Landsbjargar eru á ferðinni til að aðstoða ferðamenn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitir Landsbjargar í Vík, á Kirkjubæjarklaustri, í Öræfum og frá Höfn hafa í morgun verið að aðstoða ferðafólk vegna ófærðar á Suðurlandi austanverðu.

Þetta segir lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu sem birt er á Facebook-síðu embættisins.

Þar er fólk jafnframt beðið um fylgjast með á vef vegagerðarinnar og www.safetravel.is.

 Þetta eru svo skilaboð frá lögreglunni á Suðurnesjum

„Ástandið er búið að vera þannig björgunarsveitarfólk hefur verið að aðstoða tugi bíla í dag,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það hefur aðallega verið vegna þess að það hefur verið svo mikil ofankoma og slæmt skyggni og kannski ekki alltaf verið ráðrúm til að halda þjóðveginum auðum,“ segir hann og bætir við að töluverð umferð sé á þessum slóðum.

„Þannig að bílar hafa bara stoppað og þeim hefur þá verið veitt aðstoð."

Hann segir meirihlutann hafa verið erlenda ferðamenn, en Íslendingar hafi þó líka verið í hópi ökumannanna. „Þetta er bara íslenska vetrarfærðin eins og við þekkjum hana.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert