Drög að frumvarpi gegn misnotkun stera

Drög að frumvarpi gegn misnotkun stera og fleiri efna hefur …
Drög að frumvarpi gegn misnotkun stera og fleiri efna hefur verið lagt fram. Ljósmynd/Árni Torfason

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi gegn misnotkun stera, vaxtarhormóna og sambærilegra vefaukandi efna og lyfja. Hægt er að skila inn umsögnum um frumvarpið til 6. mars næstkomandi. Efni frumvarpsins snýr að ólöglegum innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu þessari efna en fjallar ekki um neyslu þeirra. 

„Löggæslu- og eftirlitsaðilar hafa um skeið kallað eftir skýrari reglum til að takast á við brot af þessu tagi og tryggja samræmi í meðferð slíkra mála. Heildstæða löggjöf þessa efnis hefur skort og er með frumvarpinu brugðist við því. Fylgt er sömu hugmyndafræði og Danir hafa gert með sambærilegri lagasetningu og hér er áformuð.“ Þetta segir í frétt á vef velferðarráðuneytisins um frumvarpið.  

Lyfin á listanum eru meðal annars: Testósterón og afleiður þess auk samsvarandi efna með karlhormónaáhrif, vaxtarhormón, erýtrópóíetín og efni sem hafa sambærileg áhrif með því að auka magn rauðra blóðkorna í blóði umfram eðlileg gildi fyrir aldur og kyn. 

Hér er hægt að skoða drög að frumvarpi til laga um vefaukandi efni 

Hér er listi til umsagnar yfir vefaukandi efni 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert