Guðmundur Andri og Linda tilnefnd

Linda Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna …
Linda Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir Íslands hönd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir hönd Íslands. Guðmundur Andri fyrir bókina: Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor og Linda fyrir ljóðabókina: Frelsi. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi í morgun. 

Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1962 og í fyrra var það sænski rithöfundurinn Katarina Frostenson sem hlaut verðlaunin. 

Tilnefningar eru: 

Danmörk

Vivian eftir Christinu Hesselholdt. Skáldsaga, Rosinante & Co, 2016.
Erindring om kærligheden eftir Kirsten Thorup. Skáldsaga, Gyldendal, 2016.

Finnland

Oneiron eftir Lauru Lindstedt. Skáldsaga, Teos, 2015.

De tysta gatorna eftir Tomas Mikael Bäck. Ljóðabók, Schildts & Söderströms, 2016.

Færeyjar

Sunnudagsland eftir Sissal Kampmann. Ljóðabók, Mentunargrunnur Studentafelagsins, 2016.

Ísland

Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Ljóðabók, Mál og menning, 2015.
Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor eftir Guðmund Andra Thorsson. Minningabók, JPV, 2015.

Noregur

Arv og miljø eftir Vigdis Hjorth. Skáldsaga, Cappelen Damm, 2016.
Termin. En fremstilling av vold i Norge eftir Henrik Nor-Hansen. Skáldsaga, Tiden Norsk Forlag, 2016.

Svíþjóð

Djupa, kärlek, ingen. Dikter 1992-2015 eftir Ann Jäderlund. Ljóðasafn, Albert Bonniers förlag, 2016.
Anteckningar om hö eftir Birgittu Lillpers. Ljóðabók, Wahlström & Widstrand, 2016.

Álandseyjar

Jag är Ellen eftir Johönnu Boholm. Prósalýrísk frásögn, Schildts & Söderströms, 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert