Óhöpp á Hellisheiði og við Múlagöng

Múlagöng - mynd úr safni.
Múlagöng - mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur fólksbíls og snjóruðningstækis á Hellisheiði í morgun. Flytja þurfti einn á sjúkrahús til skoðunar eftir útafakstur skammt frá Múlagöngum en víða er hálka og snjór á þjóðvegum. Hvorugur þeirra er alvarlega slasaður.

Lögreglan á Suðurlandi biður ökumenn um að fara varlega en töluverð hálka er víða á vegum í umdæminu. Slæmt veður er í Öræfum og fólk því beðið um að vera ekki þar á ferðinni að ástæðulausu. Ófært er frá Kirkjubæjarklaustri austur að Gígjukvísl.

Einn er í haldi lögreglu á Selfossi grunaður um innbrot í bíl á Eyrarbakka í morgun, að sögn varðstjóra. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert