Ræfildómur að reyna ekki að halda landinu hreinu

Margrét Guðnadóttir hefur lengi rannsakað sýkla í mönnum og dýrum.
Margrét Guðnadóttir hefur lengi rannsakað sýkla í mönnum og dýrum. mbl.is/Rax

„Það alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,“ segir Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur lengi unnið að rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og varar alvarlega við innflutningi á kjöti og lifandi gripum, vill með því vernda heilsu búfjárstofna og landsmanna.

Margrét byrjar samtalið á því að rifja upp á hér eru stofnar búfjár sem lifað hafa að mestu einangraðir frá landnámi og á þar við kindur, kýr, hesta og geitur. Þeir eru skyldir samsvarandi stofnum sem voru í Noregi á landnámsöld. Hér hafi þessir stofnar verið í einangrun á eyjunni Íslandi í allan þennan tíma. Þeir séu algerlega mótefnalausir gegn öllum sýklum sem hingað berast í fyrsta sinn.

Einangraðir búfjárstofnar

„Í hvert skipti sem reynt hefur verið að kynbæta búfjárstofnana með innflutningi á skepnum hefur orðið slys,“ segir Margrét. Nefnir hún fjárkláðana á átjándu og nítjándu öld, sjúkdómana sem bárust með karakúlfénu árið 1933 og riðuna sem barst til landsins fyrir 140 árum og ekki hefur tekist að útrýma þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Karakúlfénu fylgdu heilbrigðisvottorð stjórnvalda í Þýskalandi og tveir íslenskir dýralæknar fóru og skoðuðu féð. Ekki var annað að sjá en að það væri heilbrigt en eigi að síður bárust með því fjórir alvarlegir sauðfjársjúkdómar; votamæði, þurramæði, visna og garnaveiki.

Gripið var til niðurskurðar og bólusetninga vegna þessara sjúkdóma og lá við í sumum tilvikum að íslenska sauðfjárstofninum yrði ekki bjargað.

Margrét segir að vegna einangrunarinnar sé sjúkdómastaðan í búfjárstofnun hér allt önnur en á meginlandi Evrópu og Bretlandi og þeir séu því viðkvæmir fyrir sjúkdómum sem hingað geta borist með innflutningi á hráu, sýktu kjöti og lifandi skepnum. Sömu sjúkdómar séu landlægir í Evrópu en geri ekki usla þar vegna þess að fullorðnu dýrin hafi mótefni.

Treystir ekki vottorðum

Samið hefur verið um aukinn innflutning búvara frá Evrópusambandinu og núverandi ríkisstjórn hyggst auka innflutning. Stjórnvöld hafa hingað til fyrirskipað að allt hrátt kjöt sem flutt er til landsins skuli vera frosið í að minnsta kosti mánuð til að draga úr smithættu. Eftirlitsstofnun ESA hefur gert athugasemdir við þessa framkvæmd með vísan til EES-samningsins við Evrópusambandið og er málið fyrir dómstólum. Þá stendur til að flytja inn norska fósturvísa til að kynbæta holdanautastofninn.

Margrét telur að lífshætta felist í EES-samningnum, bæði fyrir fólk og fénað. Ekki sé hægt að stóla á heilbrigðisvottorð frá innflutningslöndunum og bendir í því sambandi til dæmis á að þýskar afurðir þurfi aðeins að vera 60% þýskar og 40% geti verið frá einhverju af hinum fjölmörgu og ólíku löndum Evrópusambandsins. Því sé ekkert að marka stimpla á pappírana með þessum vörum. Ekkert sé vitað hvað í þeim sé. „Það eru meira að segja berklar í kúm í mörgum löndum ESB. Viljum við hafa þá í matnum okkar?“ spyr hún.

Hún getur um hrossakjötshneykslið sem kom upp fyrir fáum árum. Bretar fluttu inn þýskt nautahakk. Þegar það var rannsakað að gefnu tilefni kom í ljós að í „nautahakkinu“ var hrossakjöt frá Austur-Evrópu. Þetta hafi komið illa við Breta sem almennt vilji ekki leggja sér hrossakjöt til munns.

Margrét nefnir einnig kúariðuna sem kom upp í Bretlandi og barst til nokkurra Evrópulanda. Hún trúir því ekki að búið sé að uppræta hana.

Meðgöngutími riðu sé svo langur að hún geti hvenær sem er blossað upp aftur. Segir hún í því sambandi frá reynslunni af riðu í sauðfé sem barst í Skagafjörð með einni kind fyrir 140 árum. Enn hafi ekki tekist að útrýma henni úr Skagafirði þrátt fyrir mikinn niðurskurð.

„Bretar hökkuðu sláturúrgang og sjálfdauðar skepnur í beinamjöl og sótthreinsuðu með hitun. Mjölið var notað í fóður fyrir kýr og dreift í öll fjós landsins. Í olíukreppunni var sparað með því að minnka hitunina. Svo leið tíminn. Kýrnar fóru að fá einkennilegan sjúkdóm sem breiddist út til Írlands og meginlandsins, meðal annars til Danmerkur. Seinna kom í ljós að kjöt af smituðum kúm hafði verið notað í skólamáltíðir í Bretlandi og víðar og fjöldi barna og ungmenna dó úr sjúkdómnum sem kenndur er við Creutzfeldt-Jakob. Þegar Bretar hættu að nota beinamjölið var afgangurinn fluttur úr landi og notaður víða um heim,“ segir Margrét.

Hætta vegna sýklalyfjaónæmis

Varðandi skyldu til að frysta hrátt kjöt sem hingað er flutt segir Margrét að alls ekki megi gefa það eftir. Kjötið verði að vera beingaddað til þess að draga úr hættunni á að sýklar fjölgi sér á meðan á flutningi til landsins stendur. Hins vegar dugi frystingin ekki. Frostið drepi ekki veirur og ekki riðusýkilinn. Þá segir hún að mávar og nagdýr geti komist í afganga sem ekki seljast eða étast upp og borið í önnur dýr. Þannig geti sjúkdómar blossað upp. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. Því þurfi að gæta allrar varúðar.

Annað vandamál sem Margrét segir að sé eitt helsta viðfangsefni sýklafræðinga nú um stundir er vaxandi sýklalyfjaónæmi. Það eru sýklar sem mynda ónæmi fyrir sýklalyfjum í búfé. Skepnurnar eru aldar á sýklalyfjablönduðu fóðri. Sýklarnir brynja sig fyrir því og mynda ónæmi gegn lyfjum í fóðrinu.

Þetta er sem betur fer ekki gert hér, að sögn Margrétar. Hins vegar komi einn og einn sjúklingur á Landspítalann með sjúkdóma sem hefðbundin sýklalyf vinna ekki á. Það sé lífshættulegt þegar fólk er með lungnabólgu eða aðra sjúkdóma sem geta leitt til dauða og smitast af slíkum sýklum.

Unnt er að framleiða mestallt kjöt sem Íslendingar neyta hér ...
Unnt er að framleiða mestallt kjöt sem Íslendingar neyta hér á landi. Fjölgun ferðafólks kallar á innflutning. mbl.is/RAX

Þurfa að græða sem mest

Spurð um stöðugan þrýsting á aukinn innflutning búvara segir Margrét: „Það virðist ekki vera hægt að ráða neitt við þá sem vilja flytja inn. Það þurfa allir að græða sem mest. Af hverju geta íslenskir kaupmenn ekki snúið sér að því að selja okkur íslenskt kjöt sem lífræna afurð? Kjötið er af heilbrigðum skepnum og við ættum að bjóða ferðafólki að bragða á því. Markmiðið ætti að vera að framleiða sem mest af matvælunum og allt skepnufóður hér innanlands eins og raunar margir bændur gera með sóma. Hér er til dæmis hægt að rækta bygg eftir að hlýnaði í veðri,“ segir Margrét og hnykkir á:

„Mér finnst það ræfildómur að reyna ekki að halda landinu hreinu þegar við höfum þessa gömlu búfjárstofna og höfum lagt mikið á okkur til að halda þeim hreinum – og gefum þeim ekki sýklalyf í fóðri.“

Getur nýst í baráttunni við alnæmi

Margrét  hefur lengi unnið að rannsóknum á veirusjúkdómum, meðal annars visnuveirunni. Eftir að hún lét af störfum sem prófessor í sýklafræði og fór á eftirlaun fyrir sautján árum hefur hún haldið áfram rannsóknum á visnu og mæðiveiki.

Hún þróaði bóluefni við mæðiveiki og prófaði það á lömbum á Kýpur. Það bar ágætan árangur og birti hún niðurstöður rannsókna sinna í bresku dýralæknatímariti.

Rannsóknirnar geta haft þýðingu í baráttunni við alnæmi því HIV-veiran er í sama flokki og veiran sem veldur þurramæði og visnu. Ef hægt er að bólasetja gegn mæðiveiki á að vera hægt að bólusetja gegn alnæmi. „Ég hef birt mínar niðurstöður. Meira get ég ekki gert,“ segir Margrét, spurð um framhaldið.

Bloggað um fréttina

Innlent »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...