Deilt um skipulag í Breiðholti

Fullt út að dyrum á íbúafundi í Gerðubergi í Breiðholti …
Fullt út að dyrum á íbúafundi í Gerðubergi í Breiðholti í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég lít á þetta sem aðför að Leikni og öllu því starfi sem félagið stendur fyrir í Breiðholtinu,“ segir Þórður Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leiknis og núverandi yfirþjálfari. Fullt var út að dyrum á íbúafundi Breiðhyltinga í Gerðubergi í gær en íbúar voru samankomnir til að ræða framtíðarskipulag hverfisins og sat Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrir svörum.

„Hér var kynnt fjögurra milljarða króna uppbygging á íþróttamannvirkjum við ÍR-svæðið en það er í jaðri hverfisins. Ég samgleðst vinum okkar í ÍR en 70 prósent íbúa Breiðholts búa nær Leiknissvæðinu en ÍR. Þá er þátttaka í íþróttastarfi hvergi minni á öllu höfuðborgarsvæðinu en efra Breiðholtinu þar sem engin uppbygging á að verða.“

Á fundinum benti Dagur á að fara þyrfti fram samræða um dræma þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi í efra Breiðholti. Um aðstöðuleysi sagði borgarstjórinn að auk Leiknissvæðisins, sem verið væri að leggja nýtt gervigras á, væri sundlaug hverfisins og líkamsræktarstöðin World Class, að því er fram kemur í umfjöllun um íbúafundinn í Breiðholti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert