Drónum sniðinn stakkur

Dróni við Hallgrímskirkju
Dróni við Hallgrímskirkju mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samgöngustofa hefur nú gefið út ákvörðun um flug allra dróna óháð þyngd þeirra, en drög að reglugerð um notkun og starfrækslu fjarstýrðra loftfara er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Verður ákvörðunin í gildi þar til reglugerðin hefur verið samþykkt af ráðherra.

Samkvæmt ákvörðun Samgöngustofu er óheimilt að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án sérstaks leyfis frá stofnuninni, en undanþegnir þessari hæðatakmörkun er meðal annars lögreglan, að því er fram kemur í umfjöllun um takmörkun á flugi dróna í Morgunblaðinu í dag.

Ef fljúga á dróna nálægt áætlunarflugvelli, þ.e. innan 2 kílómetra frá svæðamörkum vallarins, þarf sérstakt leyfi. Á slíku svæði er hins vegar heimilt að fljúga drónum án leyfis fari þeir ekki hærra en hæstu mannvirki í næsta nágrenni við flugferil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert