Stormi SH 333 verður fargað

Stormur SH hefur legið í Njarðvíkurhöfn, laskaður og lúinn.
Stormur SH hefur legið í Njarðvíkurhöfn, laskaður og lúinn.

Reykjaneshöfn hefur óskað eftir tilboðum í að farga eikarbátnum Stormi SH 333. Báturinn liggur í Njarðvíkurhöfn.

Stormur hefur alloft komist í fréttirnar fyrir að hafa sokkið í höfnum, síðast í október í fyrra, þegar hann sökk í Njarðvíkurhöfn.

Stormur SH 333 var smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ostsee í Þýskalandi árið 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn á jólunum 1959 og var síðar afskrifaður sem fiskiskip árið 2006. Samkvæmt auglýsingu Reykjaneshafnar felst verkið í að fjarlægja og farga Stormi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert