Árekstur rútu og snjómokstursbíls

Rúta og snjómoksturbíll rákust saman á Holtavörðuheiði.
Rúta og snjómoksturbíll rákust saman á Holtavörðuheiði. mbl.is/Þórður

Fimmtíu manna rúta og snjómokstursbíll rákust saman á Holtavörðuheiði í morgun. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi skemmdist rútan illa á hliðinni.

Talið er að annar bíllinn hafi farið yfir á rangan vegarhelming.

Enginn var fluttur á slysadeild og héldu bílarnir áfram för sinni. Rútan var á leið suður en snjómokstursbíllinn á leiðinni norður.

Að sögn lögreglunnar voru aðstæður til aksturs slæmar þegar áreksturinn varð, eða sviptivindar, hálka og lélegt skyggni. Bæði rútan og snjómokstursbíllinn höfðu keyrt rólega en rákust engu að síður saman.

Svona er umhorfs á Holtavörðuheiði fyrr í dag. Úr vefmyndavél …
Svona er umhorfs á Holtavörðuheiði fyrr í dag. Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

15 teknir fyrir of hraðan akstur

Tíu ökumenn voru teknir af lögreglunni í Blönduósi í gær fyrir of hraðan akstur og fimm hafa verið teknir það sem af er þessum degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert