Flug aftur á áætlun

Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. mbl.is/Ómar

Allt millilandaflug er á áætlun eftir seinkanir á flugi í gær vegna veðurs. Fella þurfti eitt flug niður innanlands og þá þurfti farþegaflugvél Easy Jet frá að hverfa eftir tilraun til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Flugfélagið WOW þurfti að sameina nokkur flug frá Bandaríkjunum til landsins. 

Þegar Reykjanesbrautin opnaði á nýjan leik síðdegis í gær fylltist Leifsstöð af fólki, ýmist farþegum sem voru að koma til landsins eða fara á brott auk þeirra sem voru að sækja. 

Það voru mjög margir á flugvellinum en þetta gekk ótrúleg vel. Við vorum með kerfi til að stýra fólkinu og láta þetta ganga upp. Það höfðu allir skilning á því,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert