Samherji selur Oddeyrina

Oddeyrin EA-210
Oddeyrin EA-210 mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samherji hefur selt einn togara sinna, Oddeyrina EA 210, en gengið hefur verið frá kaupum norsks fyrirtækis á skipinu.

Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra skipsins, er salan hluti af endurnýjun skipaflotans, en tvö ný skip eru nú í byggingu og eitt þegar á leið til landsins, nýr Kaldbakur EA 1.

Hann segir að utan aldursmunarins á skipunum sé sá reginmunur að Oddeyrin sé frystitogari en Kaldbakur sé ísfisktogari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert