Aðstoð við sjúkraflutning í Fossvogi

Slökkviliðið hefur tvívegis þurft á aðstoð björgunarsveitanna að halda vegna …
Slökkviliðið hefur tvívegis þurft á aðstoð björgunarsveitanna að halda vegna sjúkraflutninga. mbl.is

Tveir björgunarsveitarmenn voru fengnir til að aðstoða slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu við sjúkraflutning í Fossvoginum.  

Þetta er í annað sinn sem björgunarsveitarmenn koma sjúkraflutningamönnum til hjálpar sem komast ekki að húsum vegna fannfergis.

Að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, mun slökkviliðið halda áfram að njóta aðstoðar björgunarsveitanna við sjúkraflutninga í dag vegna ófærðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert