Einhverjar leiðir byrjaðar að aka

Strætó.
Strætó. mbl.is/Hjörtur

„Það er bara verið að koma bílunum út eftir því sem mokað er,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við mbl.is. Strætósamgöngur lágu niðri í morgun og eitthvað fram yfir hádegi en að sögn Jóhannesar hafa nú einhverjar leiðir hafið akstur samkvæmt áætlun.

„Það eru einhverjar leiðir farnar af stað en þetta tekur bara tíma, við bara fylgjumst með því hvernig mokað er,“ segir Jóhannes en starfsfólk Strætó er í góðum samskiptum við þá aðila er annast snjómokstur.

Strætó uppfærir heimasíðu sína og samfélagsmiðla jafnóðum eftir því sem fleiri leiðir hefja akstur. Tilkynningar birtast jafnt og þétt á straeto.is og á Twitter- og Facebook-síðum Strætó.

Spurður hvort hann eigi von á að ekið verði samkvæmt áætlun í fyrramálið og á morgun segir Jóhannes að taka verði stöðuna á því í fyrramálið.  „Ég held að það eigi nú ekkert að snjóa mikið meira þannig þetta ætti nú allt að fara að rúlla í fyrramálið,“ segir Jóhannes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert