Flugi aflýst vegna bilunar

Flugi Icelandair frá Seattle var aflýst í gærkvöld.
Flugi Icelandair frá Seattle var aflýst í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Flugi Icelandair númer FI680, sem átti að leggja af stað frá Seattle í gærkvöld, var aflýst vegna bilunar. Vélin átti að lenda kl. 06:45 í Keflavík í morgun og voru farþegar komnir um borð í vélina þegar því var síðan aflýst.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var um að ræða minni háttar bilun í dekkjabúnaði vélarinnar sem ljóst var að tæki einhvern tíma að gera við eða fá nýjan varahlut. „Það var reyndar minni háttar bilun en varahluturinn reyndist gallaður. Það var ljóst að áhöfnin félli á hvíldartíma,“ segir Guðjón í samtali við mbl.is.

Fluginu hafði verið seinkað um u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund en því síðan aflýst eftir að farþegar voru loks komnir um borð að sögn farþega sem átti flug heim með vélinni. Annað flug hefur verið sett á áætlun í staðinn í dag kl. 14:30 að staðartíma í Seattle að sögn Guðjóns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert