Sendu farþegaþotu norður

Farþegaþota af gerðinni Boeing 757.
Farþegaþota af gerðinni Boeing 757. mbl.is/Þórður

Innanlandsflug fór úr skorðum í dag vegna fannfergis. Til að vinna tafirnar upp ákvað Flugfélag Íslands að skipta út Bombardier-farþegaflugvél fyrir farþegaþotu af gerðinni 757 í síðasta flugi á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Frá þessu er greint á vef Rúv.

Fram kemur að þotan, sem tekur mun fleiri farþega í sæti, hafi verið notuð í þriðju og síðustu ferð dagsins. Enn fremur segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem farþegaþota hafi verið send í áætlunarflug á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands, en það gerðist seinast fyrir mörgum árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert