20 prósent þingmanna í leiguhúsnæði

Margir Alþingismenn búa í leiguhúsnæði.
Margir Alþingismenn búa í leiguhúsnæði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir þingmenn Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar búa í eigin húsnæði og um 90 prósent þingmanna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sömuleiðis en 60 prósent þingmanna Pírata eru á leigumarkaði.

Þetta er niðurstaða úttektar sem Morgunblaðið gerði á húsnæðiskosti þingmanna. Hlutfall þingmanna Framsóknarflokks og Viðreisnar sem eiga húsnæðið sem þeir búa í er það sama hjá báðum flokkum; 71 prósent.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, upplýsti í svörum til Morgunblaðsins að hann byggi á stúdentagörðum við Eggertsgötu á meðan kona hans er við nám við Háskóla Íslands, að því er fram kemur fram í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert