Bakar þúsundir bolla

Rjómabollur renna út í dag.
Rjómabollur renna út í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hér eru bakaðar einhverjar þúsundir bolla en ef ég man rétt þá láta Íslendingar ofan í sig einhver hundruð þúsunda rjómabolla á sjálfan bolludaginn,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökumeistari Bernhöftsbakarís.

Þetta er fyrsti bolludagur bakarísins á nýjum stað en í október færði það sig um set og er nú til húsa þar sem Björnsbakarí var áður við Skúlagötu.

Spurður hvaða bollur séu vinsælastar segir hann langmest selt af vatnsdeigsbollum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert