Pósturinn biður fólk að salta og moka snjó

Pósturinn biður fólk að gæta þess að aðgengi að húsum …
Pósturinn biður fólk að gæta þess að aðgengi að húsum og póstkössum sé gott í færðinni sem nú er. Pósturinn/Hordur Asbjornsson

Erfitt getur verið fyrir bréfbera og bílstjóra Póstsins að komast að húsum og póstkössum eftir snjókomu helgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Póstinum. Þá geti frostið sem hefur fylgt í kjölfarið einnig gert starfsfólki erfitt um vik að koma út póstsendingum.

„Hættulegar aðstæður geta skapast við þessa færð en gott aðgengi skiptir mjög miklu máli til að starfsmenn geti komið sendingum til skila á sem fljótlegastan og öruggastan hátt. Pósturinn biður því landsmenn að aðstoða sig og huga að aðgengi að húsunum sínum með því að moka snjó og salta við hús og innkeyrslur,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert