Framkvæmd og eftirlit aðskilið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verið er að vinna að því að eftirlit færist í auknum mæli til ríkisins og það er m.a. gert með því að setja á fót svokallaða ráðuneytisstofnun innan félagsmálaráðuneytisins.“

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag, spurður um þá gagnrýni að sveitarfélög sinni bæði þjónustu við fatlaða, veiti fjármagn til hennar og sinni síðan eftirliti með þjónustunni.

„Það er rétt ábending að aðskilja þarf milli framkvæmdahlutans og eftirlits og þess vegna mun ráðuneytisstofnunin fylgja sérstaklega eftir eftirliti með málefnum fatlaðra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert